Gauja lætur af störfum eftir rúm 38 ár í starfi við Njarðvíkurskóla
Guðríður Vilbertsdóttir, umsjónarmaður fasteigna í Njarðvíkurskóla, lét af störfum um áramótin eftir rúm 38 ár í starfi við skólann. Gauja hefur svo sannarlega sett mark sitt á skólasamfélagið í Njarðvíkurskóla.
Á heimasíðu skólans segiur að starfsfólk Njarðvíkurskóla þakki henni fyrir gott samstarf og óskar henni velfarnaðar á komandi árum.
Sigmundur Már Herbertsson hefur tekið við starfi umsjónarmanns fasteigna í Njarðvíkurskóla.