Gatnaframkvæmdir hafnar í Vogum
Hafist var handa við endurgerð Aragerðis milli Tjarnargötu og Ægisgötu í Vogum í síðustu viku. Að auki verður ráðist í endurnýjun brunahana við Hafnargötu, sem og gerð göngustígs að skógræktarsvæðinu við Háabjalla, um undirgöng undir Reykjanesbraut. Ráðgert er að þessum framkvæmdum öllum verði lokið fyrir lok júnímánaðar.
Íbúar við Aragerði munu verða fyrir talsverðum óþægindum meðan á framkvæmdum stendur. Af hálfu verktakans er lögð á það áhersla að allir íbúar við götuna geti að mestu komist til og frá húsum sínum án vandkvæða, en þó er óumflýjanlegt að í einhverjum tilvikum þurfi að loka götunni.