Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gat vart gengið vegna ölvunar
Föstudagur 7. desember 2012 kl. 13:14

Gat vart gengið vegna ölvunar

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í fyrrinótt afskipti af ökumanni vegna gruns um að hann væri ölvaður undir stýri. Þegar hann var færður yfir í lögreglubifreið reyndist hann eiga erfitt með gang sakir ölvunar. Hann var færður á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. Þar viðurkenndi hann að hafa drukkið áfengi áður en hann lagði af stað til Reykjavíkur, en þangað var ferðinni heitið. Auk ástandsins sem hann var í við aksturinn hafði hann verið sviptur ökurétti ævilangt með dómi frá því í janúar 2010.

Þá handtók lögreglan tvo ökumenn til viðbótar vegna gruns um ölvunarakstur í Keflavík. Annar þeirra reyndist vera verulega ölvaður og hinn undir áhrifum áfengis.  Þeir voru færðir á lögreglustöð og sleppt að skýrslutökum loknum.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024