Atnorth
Atnorth

Fréttir

Gat kom á skip í Helguvíkurhöfn
Laugardagur 12. febrúar 2011 kl. 15:47

Gat kom á skip í Helguvíkurhöfn

Gat kom á skrokk Helgu RE þegar hún var að fara úr Helguvíkurhöfn í gærkvöldi. Ármann Ármannsson, útgerðarmaður, segir að svo virðist sem skipið hafi rekist í eitthvað sem stóð út úr bryggjunni. Frá þessu er greint á mbl.is.

Ármann sagði að skipið hafi farið inn í Helguvíkurhöfn til að láta laga smávægilega bilun á ískerfi skipsins. Þegar Helga RE var að fara aftur úr höfn rakst hún á eitthvað sem stóð út úr bryggjunni og gerði það gat á skrokkinn. Á bryggjunni eru dekk, eða fríholt, en svo langt á milli þeirra að Helga náði að rekast í eitthvað sem stendur þarna út úr bólverkinu. 


Gatið er um 50 sentimetra langt og rétt neðan sjólínu aftast á skipinu. Kafarar voru kallaðir til og þéttu þeir gatið.  Skipverjar dældu á milli tanka og hölluðu skipinu svo gatið stæði upp úr.

Bílakjarninn
Bílakjarninn


Eitthvað lak inn í skipið en lekinn olli ekki neinum skemmdum.



Mynd: Frá kvikmyndagerð í Helguvíkurhöfn seint á síðasta ári. VF-mynd: Hilmar Bragi