Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gat ekki lent í Keflavík í kvöld
Fimmtudagur 23. október 2008 kl. 23:55

Gat ekki lent í Keflavík í kvöld

Flugvél Icelandair á leið frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur var fyrir um tveimur klukkustundum snúið frá flugvellinum í Keflavík vegna veðurofsa og þess í stað lent á Egilsstaðaflugvelli. Meðalvindhraði í Keflavík var 22 metrar á sekúndu klukkan 21. Frá þessu er greint á mbl.is

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, verður reynt að útvega öllum farþegum gistingu á Egilsstöðum í nótt og farþegaflugvélinni flogið áleiðis til Keflavíkur í fyrramálið eða þegar veðrinu hefur slotað. Alls voru 120 farþegar um borð í vélinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Enn eru þrjár aðrar vélar Icelandair ókomnar til landsins, sem allar áttu að lenda í Keflavík. Þær eru á leiðinni frá Kaupmannahöfn, London og Dublin. Að sögn Guðjóns er enn ekki útséð um það hvort vélarnar geti lent í Keflavík eða þurfi þess í stað að lenda á Egilsstöðum.

Auk þessa er vél Iceland Express frá Kaupmannahöfn enn ólent og óljóst hvort hún lendi í Keflavík eða fyrir austan, segir á mbl.is nú áðan.