Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gasþjófar handteknir
Þriðjudagur 30. október 2018 kl. 10:34

Gasþjófar handteknir

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tvo menn vegna þjófnaðar á fjörutíu gaskútum úr húsbílum í umdæminu í síðustu viku. Skilagjald fyrir hvern gaskút um 8.700 krónur með virðisauka.
 
Bílarnir eru í eigu tveggja bílaleiga og voru unnar skemmdir á þeim með því að spenna upp geymslurýmin þar sem kútarnir voru geymdir.

Samkvæmt upplýsingum frá annarri bílaleigunni voru það alls 28 bílar sem brotist var inn í. Húsbílaleigan hefur ekki fengið upplýsingar um það hvort gaskútarnir komist til skila.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024