GASSPRENGINGIN Í GARÐI
Íbúar héldu sprenginguna vera skjálftaÍbúar í Garði voru margir hverjir vaktir kl. 06:04 sl. mánudagsmorgun við nokkuð sem margir töldu vægan jarðskjálfta. Þegar starfsmenn Fiskþurrkunar ehf. að Skálareykjum mættu til vinnu mætti þeim ótrúleg sjón. Jarðskjálftinn reyndist hafa verið geysiöflug sprenging sem hreinlega lagði húsnæði Fiskþurrkunar í rúst og tjón eigenda augljóslega gríðarlegt. Minnti aðkoman á myndir frá Júgóslavíu sem birtast okkur í hverjum fréttatíma sjónvarpsstöðvanna þessa dagana. VF hafði samband við Pál Halldórsson hjá Veðurstofu Íslands og spurðist fyrir um hvort ofangreind gassprenging hefði hreyft við jarðskjálftamælum. Páll sagði niðustöðu könnunar Veðurstofunnar sýna að umrædd sprenging hefði ekki komið fram á skjálftamælum. „Klukkan 06:03 til 06:08 er enga hreyfingu að sjá á mælunum en kl. 06:11 sést hreyfing á mæli í Vogum en henni ber saman við skjálfta í Henglinum. Jóhannes Jensson, lögreglufulltrúi rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík, sagði allt benda til þess að sprenging hefði orðið út frá gaslyftara sem staðsettur var í lyftarageymslu ásamt tveimur rafmagnslyfturum.„Norðurveggur hússins er allur úr lagi genginn og þakið er illa farið. Húsnæðið hýsir tvö fyrirtæki, Fiskþurrkun ehf. og Marvík, og skilveggur á milli fyrirtækjanna féll niður við sprenginguna. Starfsmaður Fiskþurrkunar, sem var í bifreið skammt frá staðnum, varð var við mikinn dynk um sexleytið um morguninn en hann taldi að um jarðskjálfta hefði verið að ræða.“Íbúar í Garði voru margir hverjir vaktir kl. 06:04 sl. mánudagsmorgun við nokkuð sem margir töldu vægan jarðskjálfta. Þegar starfsmenn Fiskþurrkunar ehf. að Skálareykjum mættu til vinnu mætti þeim ótrúleg sjón. Jarðskjálftinn reyndist hafa verið geysiöflug sprenging sem hreinlega lagði húsnæði Fiskþurrkunar í rúst og tjón eigenda augljóslega gríðarlegt. Minnti aðkoman á myndir frá Júgóslavíu sem birtast okkur í hverjum fréttatíma sjónvarpsstöðvanna þessa dagana.