Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gasmökkurinn getur orsakað blámóðu eftir dvöl yfir hafi
Mánudagur 18. mars 2024 kl. 10:24

Gasmökkurinn getur orsakað blámóðu eftir dvöl yfir hafi

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á gervitunglamynd sem sýnir útbreiðslu SO2 mengunar frá eldgosinu skömmu eftir hádegi í gær. Er þetta mesti SO2 gasmökkur sem myndast hefur í öllum sjö gosunum á Reykjanesskaga frá 2021, segir í færslu hópsins á Facebook.

Helst það í hendur við þá staðreynd að kraftur gossins fyrstu tímana á laugardagskvöld hafi verið nokkuð meiri en sést hefur í fyrri gosum. Ekki hefur verið skotið á rennslistölur en ljóst má þykja að þær hafi verið mjög háar. Í gosinu í febrúar var meðalrennslið fyrstu tímana um 600 rúmmetra á sekúndu og kæmi ekki á óvart ef rennslið á laugardagskvöld hafi nálgast 1000 rúmmetra á sekúndu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gasmökkurinn er nú yfir hafi þar sem brennisteinssamböndin hvarfast við rakt andrúmsloftið. Ef mökkurinn dvelur þar í nokkra daga og blæs svo aftur inn yfir landið getur hann orsakað blámóðu. Slík móða hékk yfir vestanverðu landinu í nokkra daga í kjölfar eldgossins við Litla Hrút síðasta sumar.

SO2 gasmökkur yfir N-Atlantshafi, gervitunglamynd úr Sentinel 5. (Unnið af Michael Carn, Michigan Tech háskóla - twitter. com/simoncarn)