Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gasmengun í Reykjanesbæ og Vogum í dag
Búast má við gasmengun frá eldgosinu í Reykjanesbæ og Vogum í dag. VF/Ísak Finnbogason
Miðvikudagur 20. mars 2024 kl. 14:05

Gasmengun í Reykjanesbæ og Vogum í dag

Almannavarnir vekja athygli á að samkvæmt gasdreyfingarspá Veðurstofu Íslands má búast við gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk yfir Reykjanesbæ og í Vogum í dag. Íbúar eru hvattit til að fylgist með á loftgaedi.is og kynna sér leiðbeiningar sem þar koma fram.

Veðurspá er vaxandi suðaustanátt í dag, 13-20 m/s síðdegis. Gasmengun berst til norðvesturs, og gæti hennar orðið vart í Reykjanesbæ, nálægum byggðarlögum og líka í Svartsengi. Lægir í kvöld og þá gæti orðið vart við gasmengunnar nálægt gosstöðvum eins og Svartsengi og Grindavík. Svo snýst í norðlæga átt seint í kvöld og þá berst gasmengun til suðurs til Grindavíkur. Á morgun (fimmtudag) er norðvestan og vestan 8-15 m/s og berst gasmengun til austurs og suðausturs og gæti hennar orðið vart á Suðurlandi eins og í Þorlakshöfn eða í Vestmannaeyjum. Þann 17. mars var útstreymi SO2 frá eldgosinu mælt allt að 50 kg/s, en frumniðurstöður nýrri mælinga benda til þess að dregið hafi verulega úr gasútstreyminu síðan þá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024