Gasmengun berst yfir Reykjanesbæ og Voga í nótt
Spá veðurvaktar Veðurstofu Íslands um gasdreifingu frá eldgosinu við Litla-Hrút.
Suðlæg átt, 3-8 m/s yfir gossvæðinu. Gasmengun berst til norðurs yfir m.a. Reykjanesbæ, Voga, Vatnsleysu og höfuðborgarsvæðið, jafn vel yfir Akranes og Borgarnes seint í nótt.
Í fyrramálið snýst vindur í norðvestlæga átt, 5-10 m/s og gasmengunin tekur því að berast til suðurs. Áfram verður líklega gasmengun á höfuðbogarsvæðinu, Vogum, Vatsnleysu og Reykjanesbæ, en síðar einnig yfir og Grindavík og Suðurstandarveg.
Vegna eldgoss sem hófst í dag er mikil hætta á gasmengun á Suðurnesjum og víðar.
Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um þessa hættu, haldi sig innadyra og loki gluggum. Samkvæmt spá Veðurstofunnar eru ákveðnar líkur á að nú í kvöld og í nótt geti borist þó nokkur gasmengun frá gossvæðinu og að loftgæði geti orðið rauð eða óholl. Við slíkar aðstæður eru einstaklingar hvattir til að dveljast innandyra og loka gluggum.
Á vefnum www.loftgaedi.is má finna nánari upplýsingar um loftgæði á Suðurnesjum og viðbrögð við loftmengun frá eldgosum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fréttum í fjölmiðlum og loka gluggum fyrir nóttina.
Á vefnum www.loftgaedi.is má finna nánari upplýsingar um loftgæði á Suðurnesjum og viðbrögð við loftmengun frá eldgosum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fréttum í fjölmiðlum og loka gluggum fyrir nóttina.
Hér er fyrir neðan er upplýsingabæklingur varðandi hættu á heilsutjóni vegna loftmengunar frá eldgosum: