Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 17. janúar 2001 kl. 09:52

Gasleki í heimahúsi

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fór í 26 sjúkraflutninga í vikunni sem leið, flestir voru þeir tengdir minniháttar slysum og veikindum. Liðið vór einungis í tvö brunaútköll en í hvorugu þeirra var staðfestur eldur. Slökkviliðið fék útkall í heimahús sl. fimmtudagskvöld vegna gruns um gasleka en það reyndist ekki vera neitt alvarlegt.
Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja er orðið mikið um að fólk noti gas til eldunar og gaskútarnir oft geymdir í skápum. „Ég vil benda fólki á að sérstakar reglur gilda um notkun á gasi til eldunar. Þá er nauðsynlegt að fólk hafi gasskynjara. Þeir fást bæði fyrir straum og rafhlöður og eru staðsettir um 30 sm. frá gólfi, því gasið er þyngra en loft og sest í neðstu rýmin. Gasskynjarar fást á flestum stöðum sem selja öryggishluti, t.d. hjá Öryggismiðstöð Suðurnesja Hafnargöua 48, Eldvörnum ehf. Iðavöllum og hjá Ólafi Gíslasyni-Eldvarnarmiðstöðinni hf. í Reykjavík og fleirum.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024