Gaskútur sprakk í brennandi bíl
Betur fór en á horfðist þegar eldur kviknaði í húsbíl í Vogum í morgun. Brunavarnir Suðurnesja fengu útkall rétt eftir kl. 7 í morgun og þegar þeir komu á staðinn var bíllinn alelda.
Nokkrir gaskútar voru í bílnum, en talið er að einungis einn hafi sprungið, en ekki þarf að fjölyrða um mögulegar afleiðingar ef kútarnir hefðu sprungið. Bíllinn var staddur um 20m frá íbúðarhúsi.
Slökkvistarf gekk annars fljótt fyrir sig, en þegar þetta er skrifað eru menn frá BS að slökkva í síðustu glóðum bílsins.






