Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gasbyssa reyndist sökudólgurinn í Garði
Þriðjudagur 15. mars 2016 kl. 11:08

Gasbyssa reyndist sökudólgurinn í Garði

Lögregluaðgerðum lokið

Svo virðist sem að gasbyssa sem er staðsett í fiskihjöllum við Leiru hafi verið sökudólgurinn í umsátursástandi sem var við Garðveg í morgun. Byssan er sjálfvirk en henni er ætlað að fæla frá fugla á hjöllunum. Hvellir sem heyrðust á vettvangi komu úr umræddri byssu. Ekki er vitað hvort að hettuklædd manneskja eða mannlaus bifreið tengist málinu á nokkurn hátt.

Frekari upplýsinga er að vænta frá lögreglunni á Suðurnesjum fljótlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024