Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gas úr borholu fór í vatnsveitu
Vinnusvæði umhverfis slysstað hefur verið rýmt.
Föstudagur 3. febrúar 2017 kl. 14:03

Gas úr borholu fór í vatnsveitu

- Banaslys á vinnustað á Reykjanesi

Gas úr borholu fór inn í staðbundna vatnsveitu á Reykjanesi í morgun með þeim afleiðingum að einn lést, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn dvaldi í svefnskála við fiskvinnslustöð á svæðinu.

Lögreglunni á Suðurnesjum barst klukkan 7:15 í morgun tilkynning um meðvitundarlausan mann á vinnustað á Reykjanesi. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að verið sé að ljúka hreinsunarstörfum og engin hætta á ferðum varðandi almenning. Vinnusvæðið umhverfis slysstaðinn hefur verið rýmt og stendur sú rýming enn. Ekki er lokað fyrir almenna umferð. Neysluvatn til almennings á Suðurnesjum er í góðu lagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Málsatvik eru til rannsóknar hjá Vinnueftirliti og heilbrigðiseftirliti.