Garðvegi lokað vegna framkvæmda
Miðvikudaginn 1. nóvember er stefnt að því að malbika Garðveg á Reykjanesi, milli Garðs og Hólmsvallar í Leiru. Garðvegi verður lokað og hjáleiðir verða merktar meðan á framkvæmd stendur. Hægt verður að komast að Gólfskálanum í Leiru en annarri umferð um Garðveginn verður beint í gegn um Sandgerði. Sjá nánar lokunarplan á heimasíðu Garðs, www.svgardur.is
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 10:00 til kl. 24:00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.