Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðurinn hækkar útsvarsprósentu
Miðvikudagur 13. desember 2006 kl. 13:20

Garðurinn hækkar útsvarsprósentu

Bæjarstjórn Garðs ákvað á fundi sínum í síðustu viku að hækka útsvarsprósentu upp í 13.03% sem er hámarksútsvar. Reiknað er með því að tekjur sveitarfélagsins muni hækka um 8 milljónir króna vegna þessara breytinga.

Í greinargerð meirihlutans segir:
Sveitarfélagið Garður hefur undanfarin ár tekið stór lán ár hvert.  Áætlað er að afborganir þessara lána verði á árinu 2007 um 88 milljónir króna eða um 16,4% af áætluðum tekjum bæjarins.  Lántakan hefur verið nauðsynleg þar sem tekjur sveitarfélagsins hafa ekki nægt fyrir rekstri málaflokka, gatnagerð og fjárfestingum.  Sveitarfélag sem vill veita íbúum góða þjónustu og stendur frammi fyrir stórum verkefnum, s.s. lagfæringu á fráveitu- og holræsakerfi í samræmi við lagasetningar, er nauðsyn að nýta tekjustofna sína.  Af 66 sveitarfélögum með yfir 1000 íbúa eru aðeins 8, Garður þar með talinn, sem eru nú með aðra útsvarsprósentu en 13,03%.  Tekjur hinna 7 sveitarfélaganna á hvern íbúa eru mun hærri en tekjur á hvern íbúa Sveitarfélagsins Garðs.  Reikna má með um 8 milljón króna tekjuaukningu sveitarfélagsins vegna þessa breytinga.

Tillagan að hækkuninni var samþykkt með 4 atkvæðum meirihluta N-lista. Fulltrúar F-lista sátu hjá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024