Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðurinn fær 107 þorskígildistonn í byggðakvóta
Miðvikudagur 4. nóvember 2015 kl. 17:11

Garðurinn fær 107 þorskígildistonn í byggðakvóta

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur fallist á umsókn Sveitarfélagsins Garðs um úthlutun byggðakvóta. Alls er úthlutað 107 þorskígildistonnum til sveitarfélagsins.
 
Á fundi bæjarráðs Garðs á dögunum var til að úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa verði með sama hætti og var á síðasta fiskveiðiári.
 
50% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðar nr. 605/2015 og lönduðu botnfiskafla á fiskveiðiárinu 2014/2015 og 50% verði skipt hlutfallslega, til sömu skipa, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið á tímabilinu 1. sept. 2014 til 31. ágúst 2015.

Jafnframt er ítrekað að þar sem ekki er löndunarhöfn í Garði verði fullgilt að fiskiskip landi afla í öðru sveitarfélagi, en til vinnslu í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024