Garður: Tómstundir eldri borgara í sérhúsnæði

Áður hafði starfsemin farið fram í Sæborgu ásamt starfi æskulýðsnefndar og sagði minnihluti F-lista í bókun:
Nú er ljóst að N-listinn viðurkennir loksins að starf æskulýðsnefndar og tómstundir eldri borgara fara ekki saman í Sæborgu, en fulltrúar F- listans bentu strax á að húsnæðið hentaði ekki fyrir báða hópana. F- listinn lýsir yfir ánægju sinni með þessi sinnaskipti að nú skuli ákveðið að leigja sérstakt húsnæði undir starf eldri borgara. Tveir aðilar hafa lýst yfir húsnæði í þeirra eigu sem hentar til leigu undir áður nefnda starfsemi og leggur F-listinn því til að óskað verði eftir lokuðu tilboði í leiguna frá þeim sem síðan verði opnað í þeirra viðurvist og lægra tilboðinu verði síðan tekið.
Meirihluti N-lista hafnaði þeirri tillögu og færði það til bókar að ákvörðunin um að leigja sérstakt húsnæði sé tekin í ljósi bættrar fjárhagsstöðu sveitarfélagins. Einnig ítrekaði meirihlutinn að Gerðavegur 1 hentaði vel fyrir starfsemina og bjóði upp á fjölbreytileika í verkefnavali.