Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður: Sundlaugarennibrautin opnar í september
Fimmtudagur 31. júlí 2008 kl. 14:58

Garður: Sundlaugarennibrautin opnar í september

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú er glæsilega sundlaugarennibrautin við sundlaugina í Garði samansett. Eftir er að vinna jarðvinnu og gera allar tengingar klárar áður en vatni verður hleypt á brautina.


Að sögn starfsmanns sundlaugarinnar hefur aðsókni í laugina verið góð í sumar og sérstaklega á góðviðrisdögum. Í gær fór fjöldinn í 150 manns sem fóru í sund eða bað. Þónokkuð er um að ferðamenn sæki sundlaugina þá daga sem þeir dvelja úti á skaga. Það fara ekki allir í laugina sjálfa, sumir láta sér nægja að fara í bað til að skola af sér rykið.



Stefnt er að því að hleypa vatni á rennibrautina um miðjan september.