Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Garður: Skólagjöld haldist óbreytt
Mánudagur 22. desember 2008 kl. 09:23

Garður: Skólagjöld haldist óbreytt



Reiknað er með að útsvarstekjur í Garði lækki um 10% milli ára, fasteignaskattur standi í stað og framlög jöfnunarsjóðs lækki um 13%. Launaliðir verða óbreyttir, rekstrarkostnaður málaflokka stendur í stað og þjónusta við bæjarbúa verður óskert. Ekki mun koma til uppsagna starfsfólks bæjarins. Skólagjöld, s.s. fyrir tónlistarskóla, leikskóla eða skóladagvistun hækka ekki.
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í fjárhagsáætkun sveitarfélagsins Garðs sem tekin var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi fyrir helgi. Í henni er miðað við er miðað við að rekstri verði hagað þannig að grunnþjónusta verði varin þrátt fyrir að tekjur bæjarins lækki.  Jafnframt verði mögulegt að viðhalda sérstakri viðbótarþjónustu við foreldra ungra barna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024