Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Garður: Rekstrargjöld hækka 7% umfram tekjur
Fimmtudagur 3. júní 2004 kl. 12:40

Garður: Rekstrargjöld hækka 7% umfram tekjur

Á bæjarstjórnarfundi í Sveitarfélaginu Garði í gær var ársreikningur Garðs fyrir 2003 tekinn til síðari umræðu og samþykktar. Reikningurinn var samþykktur samhljóða. Í greinargerð endurskoðanda segir að meginniðurstaða ársins sé að tekjur sveitarfélagsins standi nánast í stað á meðan rekstrargjöld hækki um 7% umfram tekjurnar. Reksturinn er ekki að skila neinu upp í afborganir og fjárfestingar.
Skuldir og skuldbindingar á íbúa eru nú kr. 586 þús. en samanburður við fyrri ár er ekki raunhæfur, þar sem miklar skuldir hafa komið inní samstæðuna annars vegar vegna íbúða aldraðra og félagslegra íbúða og lífeyrisskuldbindinga. Ef þessum skuldum er sleppt eru skuldir á íbúa 393 þús.
Aukning skulda skýrist af fjárfestingum (íb.aldraðra) 196 milljónir og lífeyrisskuldbindingum upp á 55 milljónir króna.
Í greinargerð endurskoðanda segir að frá árinu 2000 hafa útsvarstekjur hækkað um 33,63% en rekstur fræðslumála hefur hækkað um 85,91%.Til samanburðar hefur yfistjórn sveitarfélagsins á sama tímabili hækkað um 44,93%. Ef útsvarið hefði hækkað eins og hækkunin hefur orðið á fræðslumálum væru útsvarstekjur 88 milljónum hærri á árinu 2003 en þær urðu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024