Garður og Grindavík selja líka hluti sína í HS til GGE
Víkurfréttir hafa fengið það staðfest að Sveitarfélagið Garður og Grindavíkurbær ætli líka að selja hluti sína í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy. Fulltrúi eins af þessum fjórum sveitarfélögum vísar til væntanlegrar tilkynningar frá Geysi Green Energy. Sölugengið mun vera 7,1.
Sveitarfélagið Garður á 4,6238% að nafnvirði um 345 milljónir króna.
Grindavíkurbær á 8,5090% að nafnvirði um 634 milljónir króna
Eignarhlutur Sandgerðisbæjar er 5,3230% að nafnverði tæpar 397 milljónir króna. Eignarhlutur Sveitarfélagsins Voga er upp á 2,7196% að nafnverði tæpar 203 milljónir króna.
Sveitarfélagið Garður á 4,6238% að nafnvirði um 345 milljónir króna.
Grindavíkurbær á 8,5090% að nafnvirði um 634 milljónir króna
Eignarhlutur Sandgerðisbæjar er 5,3230% að nafnverði tæpar 397 milljónir króna. Eignarhlutur Sveitarfélagsins Voga er upp á 2,7196% að nafnverði tæpar 203 milljónir króna.