Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður: Nýtt hverfi brátt auglýst
Mánudagur 25. júní 2007 kl. 14:39

Garður: Nýtt hverfi brátt auglýst

Nýtt hverfi ofan Garðvangs í Sveitarfélaginu Garði, þar sem gert er ráð fyrir 199 íbúðum, verður auglýst innan tíðar en það hefur verið í skipulagsferli undanfarna mánuði. Verður Garðbúum boðið að gera athugasemdir við skipulagið. Lóðum verður úthlutað upp úr miðjum ágúst úr þessu nýja hverfi.

Vinna arkitekta að skipulagningu svæðisins við Garðskaga  stendur nú yfir og segir í fréttabréfi Oddnýjar Harðardóttur, bæjarstjóra, að stefnt sé að samráðsfundum við íbúa í haust um þær hugmyndir sem þá verða komnar fram.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024