Garður: Met í lóðaúthlutunum
Á fundi Skipulags-og bygginganefndar Garðs sl. þriðjudag voru samþykktar teikningar fyrir 49 íbúðir. Þetta mun vera mesti fjöldi samþykktra teikninga á einum fundi nefndarinnar frá upphafi.
Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að á síðustu mánuðum hafi verið mikil eftirspurn eftir lóðum í bænum og sé ánægjulegt að þessi þróun haldi áfram og Garður sé svo sannarlega sveitarfélag í sókn.
Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að á síðustu mánuðum hafi verið mikil eftirspurn eftir lóðum í bænum og sé ánægjulegt að þessi þróun haldi áfram og Garður sé svo sannarlega sveitarfélag í sókn.