Garður: Kostnaður við starfslok skólastjóra 17,7 milljónir króna
Kostnaður Sveitarfélagsins Garðs vegna starfsloka Péturs Brynjarssonar skólastjóra með launum, tryggingagjaldi, lífeyrissjóði, sjúkra- og orlofsgjaldi og orlofsh.sj. er samtals rétt rúmar 17,7 milljónir króna.
Þetta kom fram á bæjarstjórnarfundi í Garði nú í vikunni. Þar kom einnig fram í svari við sameiginlegri fyrirspurn L- og N-lista um kostnað við starfslok skólastjóra að samanlagður lögfræðikostnaður vegna skólamála á árinu 2011 var rétt tæpar 1,9 milljónir króna.