Fréttir

Garður kaupir raforku af HS Orku
Jóhann Snorri Sigurbergsson forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku og Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði. Mynd af vef Sveitarfélagsins Garðs.
Fimmtudagur 29. janúar 2015 kl. 14:28

Garður kaupir raforku af HS Orku

Sveitarfélagið Garður og HS Orka hafa gert með sér nýjan samning um raforkukaup sveitarfélagsins af HS Orku. Bæjarráð Garðs samþykkti á fundi sínum þann 22. janúar 2015 að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið Garður og HS Orka hafa um árabil átt mjög gott samstarf um orkukaup sveitarfélagsins og hefur verið í gildi samningur milli aðila þar um.  Nýr samningur felur í sér áframhaldandi gott samstarf við HS Orku, auk þess sem hann felur í sér rekstrarlegan ávinning fyrir sveitarfélagið.

Sveitarfélagið Garður lýsir á vefsíðu sinni ánægju með nýjan samning um raforkukaup sveitarfélagsins og áframhaldandi samstarf við HS Orku.

Public deli
Public deli