Krónan
Krónan

Fréttir

Garður kaupi Rockville-land
Gamla ratsjárstöðin Rockville á Miðnesheiði. Hún heyrir nú sögunni til.
Fimmtudagur 27. september 2012 kl. 06:17

Garður kaupi Rockville-land

Landakaupanefnd Sveitarfélagsins Garðs leggur til að Garður óski eftir að Utanríkisráðuneytið selji Sveitarfélaginu Garði tiltekið land norðan við landamörk Reykjanesbæjar og Garðs, land sem var fyrrum varnarsvæði við Rockville á Miðnesheiði.

Jafnframt vill nefndin að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, KADECO, selji Sveitarfélaginu Garði land það sem þeir eignuðust þegar varnarliðið skilaði landi við Rockville til ríkisins.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25