Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður: kallað eftir upplýsingum um framtíðarverkefni sveitarfélagsins
Fimmtudagur 18. nóvember 2004 kl. 13:35

Garður: kallað eftir upplýsingum um framtíðarverkefni sveitarfélagsins

Bæjarráð sveitarfélagsins Garðs kallar eftir niðurstöðum um hvaða verkefni sveitarfélögin komi til með að hafa á sinni könnu í framtíðinni og hvernig tekjustofnar sveitarfélaga verði leiðréttir til að sinna núverandi þjónustu. Á fundi bæjarráðs í gær var samþykkt ályktun um sameiningarmál þar sem segir að útilokað sé að halda fund með íbúum sveitarfélagsins til að ræða kosti og galla sameiningar á meðan ekki er ljóst hvernig verkaskipting verði. „Bæjarráð samþykkir að halda kynningarfund um sameiningarmál þegar tekju-og verkaskipting ríkis og sveitarfélaga liggur fyrir,“ segir m.a. í ályktun bæjarráðs Garðs frá í gær.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024