Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður greiðir upp 430 milljóna kr. lán með framtíðarsjóði
Föstudagur 25. febrúar 2011 kl. 16:06

Garður greiðir upp 430 milljóna kr. lán með framtíðarsjóði

- eiga áfram hálfan milljarð króna í framtíðarsjóði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að að nýta 430 milljónir króna af framtíðarsjóð sveitarfélagsins til uppgreiðslu langtímalána. KPMG vann minnisblað fyrir sveitarfélagið yfir lán sem hagstætt væri að greiða upp og var það lagt fyrir fundinn.

Uppgreiðsla lánanna er í samræmi við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og heimild bæjarstjórnar frá 2 febrúar sl. um uppgreiðslu lána.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir uppgreiðslu lánanna verða skuldir Garðs alls 245 milljónir króna sem er með því lægsta sem gerist hjá sveitarfélagi á landinu eða rúmar 166.000.- kr. á íbúa, en meðaltal skulda á hvern íbúa á landinu öllu eru 1.6 millj. kr.

Þegar framlagið hefur verið tekið úr framtíðarsjóði Sveitarfélagsins Garði verður höfuðstóll sjóðsins hálfur milljarður króna.