Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður: Fjölmenni á íbúafundi
Miðvikudagur 24. október 2007 kl. 12:55

Garður: Fjölmenni á íbúafundi

Fjöldi Garðbúa sóttu íbúafund sem var kallað til í þeim tilgangi að fara yfir stöðu mála og undirbúa stefnumótun vegna fjárhagsáætlanagerðar og endurskoðunar á þriggja ára áætlun. 

Oddný Harðardóttir, bæjarsstjóri, fór yfir stöðuna í helstu málaflokkum í máli og myndum. Málstofurnar voru vel sóttar að því er fram kemur á vefsíðu sveitarfelagsins. Margt var rætt og vöngum velt um hin ýmsu málefni og framkvæmd þeirra.

Þegar þinggestir komu aftur saman undir lok málþingsins var farið yfir þær ábendingar sem fram komu í málstofunum og fleiri bættust við í almennum umræðum. Jákvæður andi ríkti á þinginu og voru gestir áhugasamir um að setja fram hugmyndir um hvernig gera megi gott samfélag enn betra.

Vilja bæjaryfirvöld koma á framfæri þakklæti til gesta fyrir framlag þeirra á fundinum.

Vefsíða Garðs
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024