Garður býður vatnsveituna fyrir 40 milljónir
Á bæjarstjórnarfundi í Garði í gær var tillaga bæjarráðs um að bjóða Hitaveitu Suðurnesja Vatnsveitu Garðs til kaups á kr. 40 milljónir samþykkt samhljóða. Stjórn HS á enn eftir að afgreiða málið.
Á fundinum var einnig samþykkt að taka tilboði Sparisjóðsins í Keflavík um skuldbreytingu á lánum allt að kr. 280 milljónir og eins að fela bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að taka upp viðræður við Samkaup og Sparisjóðinn hvort bæjarskrifstofur Garðs verði fluttar í væntanlegt verslunar og þjónustuhús við Sunnubraut.
Á fundinum voru tillögur að gjaldastefnu bæjarins fyrir árið 2005 kynntar og er þar gert ráð fyrir að þjónustugjöld hækki um 4% frá 1. janúar nk.
Hins vegar mun útsvarshlutfall haldast óbreytt í 12.7% og fasteignagjöld standa í stað.
Á fundinum var einnig samþykkt að taka tilboði Sparisjóðsins í Keflavík um skuldbreytingu á lánum allt að kr. 280 milljónir og eins að fela bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að taka upp viðræður við Samkaup og Sparisjóðinn hvort bæjarskrifstofur Garðs verði fluttar í væntanlegt verslunar og þjónustuhús við Sunnubraut.
Á fundinum voru tillögur að gjaldastefnu bæjarins fyrir árið 2005 kynntar og er þar gert ráð fyrir að þjónustugjöld hækki um 4% frá 1. janúar nk.
Hins vegar mun útsvarshlutfall haldast óbreytt í 12.7% og fasteignagjöld standa í stað.