Garður: Álagningaprósenta fasteignaskatts lækkar
Á fundi bæjarstjórnar Garðs þann 28.des. sl. var samþykkt að lækka álagningaprósentu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði úr 0,36% í 0,32%. Álagning á atvinnuhúsnæði verður áfram 1,2%.
Gjalddögum fasteignagjalda verður fjölgað úr sjö í tíu. Á vef sveitarfélagsins er sérstök athygli er vakin á því að veittur er 7% staðgreiðsluafsláttur ef fasteignaskattur og holræsagjöld eru að fullu greidd fyrir 20. febrúar 2006.
Gjalddögum fasteignagjalda verður fjölgað úr sjö í tíu. Á vef sveitarfélagsins er sérstök athygli er vakin á því að veittur er 7% staðgreiðsluafsláttur ef fasteignaskattur og holræsagjöld eru að fullu greidd fyrir 20. febrúar 2006.