Garður: 600 milljónir notaðar í að greiða niður langtímaskuldir
Sex hundruð milljónir af svokölluðum framtíðarsjóði sveitarfélagsins Garðs verða notaðar til að greiða niður langtímaskuldir bæjarins, þ.e. lán sem bera hærri en 5% vexti, samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar í gær.
Íbúafundur var haldinn 16. september þar sem málið var kynnt af bæjarfulltrúum. Fulltrúi endurskoðunarfyrirtækis KPMG kynnti álit sitt þar sem fram kom að fyrrgreindar greiðslur væru til hagsbóta fyrir sveitarfélagið, að því er fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar.