Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður:  Fyrsta skóflustunga tekin að nýju hverfi
Laugardagur 15. desember 2007 kl. 14:39

Garður: Fyrsta skóflustunga tekin að nýju hverfi

Fyrsta skóflustunga að nýju hverfi í Garði var tekin nú eftir hádegið. Hverfið nýja mun rúma 195 íbúðir og er vel staðsett í nálægð við skóla, íþróttasvæði og þjónustukjarna bæjarins.
Hverfið er fyrir ofan Garðvang og markast af þeirri íbúðabyggð sem fyrir er og Sandgerðisvegi. Gatnagerð og annar undirbúningur fyrir íbúðahverfið er hafinn með skóflustungunni en lóðirnar verða auglýstar á næstu dögum og úthlutað í kjölfarið. Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús og parhús. Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri, tók fyrstu skóflustunguna að hverfinu. Hún segir að ef marka má fyrirspurnir verði hverfið eftirsótt og gera megi ráð fyrir hraðri uppbyggingu.

Efri mynd: Fyrsta skóflustunga tekin að nýju hverfi.

 

Neðri mynd: Oddný bæjarstjóri stjórnaði skurðgröfunni óaðfinnanlega og fannst greinilega gaman.

VF-myndir: elg.






Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024