Garðslanga sett inn um glugga íbúðar
Í vikunni var tilkynnt var um skemmdarverk sem unnin voru á íbúð að Grænási 1 í Njarðvík. Enginn býr í íbúðinni. Sett hafði verið vatnsslanga inn inn um glugga á íbúðinni og vatnið látið renna inn í íbúðina í einhver tíma.Talsvert vatn var á gólfi íbúðarinnar. Ekki er vitað hver hafi verið þarna að verki.