Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðskagi ljómaði í norðurljósum
Þriðjudagur 19. mars 2013 kl. 10:10

Garðskagi ljómaði í norðurljósum

Garðskagi ljómaði undir norðurljósadansi í fyrrakvöld. Fjölmargir höfðu lagt leið sína að vitunum á Garðskaga til að fylgjast með norðurljósadýrðinni. Fjölmargir útlendingar voru þar á meðal.

Aðilar í ferðaþjónustu sem selja gistingu í Garði hafa haft nóg að gera en mikið af erlendum ferðamönnum gista í Garðinum til að vera sem næst norðurljósadýrðinni.

Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi á Garðskaga á sunnudagskvöld en þar var himinhvolfið grænt af norðurljósum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024