Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Garðmönnum hefur fækkað
Brottflutningur heimilisfólks af Garðvangi mun örugglega hafa áhrif við næstu mælingu á íbúafjölda í Garði. VF-mynd: Hilmar Bragi
Laugardagur 26. apríl 2014 kl. 08:10

Garðmönnum hefur fækkað

Þann 1. desember í fyrra höfðu 1412 einstaklingar lögheimili í Garði samkvæmt íbúaskrár Þjóðskrár. Garðmönnum hafði þá fækkað um 16 talsins frá árinu áður þegar þeir voru 1428 talsins. Búast má við að flutningur heimilismanna á Garðvangi yfir á hjúkrunarheimili Hrafnistu á Nesvöllum muni hafa nokkur áhrif þegar næsta mæling verður gerð í desember nk.
 
Garðmönnum hefur fækkað nokkuð síðustu ár en þann 1. desember árið 2011 voru 1484 með lögheimili í Garði. Fækkun fólks með lögheimili í Garði má helst rekja til þess að erlendum íbúum fækkaði í kjölfar efnahagsþrenginga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024