Garðmönnum fjölgað um rúm 200 á áratug
Íbúum í Garði hefur fjölgað um rúmlega 200 á síðasta áratug. Meðal annars þakka sveitarstjórnarmenn það góðri þjónustu sveitarfélagsins. Þar er nýtt íþróttahús, góður skóli og nýr leikskóli. Þá hafa Garðmenn sinnt umhverfismálum og fegrað byggðarlagið.
Erlendur íbúum Garðsins hefur einnig fjölgað en í dag er um 10% íbúa Gerðahrepps af erlendu bergi brotnir. Pólverjar eru þar áberandi. Að sögn Sigurðar Jónssonar, sveitarstjóra, hafa margir sem hingað hafa komið til að vinna í fiski, ákveðið að setjast að í byggðarlaginu til frambúðar og keypt sér fasteignir á staðnum.
Ljósmynd: Mats Wibe Lund