Garðmenn vilja fuglasetur á Garðskaga
Bæjarráð Garðs samþykkti á fundi sínum nú síðdegis að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um að byggt verði upp fuglasetur á Garðskaga. Fuglasetur hefði það hlutverk að skapa aðstöðu til rannsókna á fuglum og einnig að vera upplýsingamiðstöð fyrir almenning, segir í tillögu frá fulltrúum F-lista.
Í greinargerð með tillögunni segir að á Garðskaga teljist vera ein fjölskrúðugasta fuglafjara Evrópu á fartímum. Mikið er um að fuglaáhugamenn víðs vegar að úr heiminum heimsæki Garðskaga til að skoða fuglalífið. Með tilkomu Fuglaseturs á Garðskaga væri hægt að skapa þessum áhugamönnum viðeigandi aðstöðu til að sinna betur áhugamálum sínum.
Með tilkomu Fuglaseturs væri einnig hægt að koma upp rannsóknaraðstöðu þar sem vísindamenn gætu unnið að rannsóknum á fuglum sem hafa viðkomu og eða aðsetur á Garðskaga.
Með tilkomu Fuglaseturs á Garðskaga væri einnig hægt að skapa aðstöðu til að almenningur gæti komið og skoðað uppstoppaða fugla, upplýsingaskilti, ljósmyndir og kvikmyndir um líf fuglanna.
Hugmynd með byggingu Fuglaseturs á Garðskaga er að það verði samstarfsverkefni sveitarfélagsins og ríkisins.
Í greinargerð með tillögunni segir að á Garðskaga teljist vera ein fjölskrúðugasta fuglafjara Evrópu á fartímum. Mikið er um að fuglaáhugamenn víðs vegar að úr heiminum heimsæki Garðskaga til að skoða fuglalífið. Með tilkomu Fuglaseturs á Garðskaga væri hægt að skapa þessum áhugamönnum viðeigandi aðstöðu til að sinna betur áhugamálum sínum.
Með tilkomu Fuglaseturs væri einnig hægt að koma upp rannsóknaraðstöðu þar sem vísindamenn gætu unnið að rannsóknum á fuglum sem hafa viðkomu og eða aðsetur á Garðskaga.
Með tilkomu Fuglaseturs á Garðskaga væri einnig hægt að skapa aðstöðu til að almenningur gæti komið og skoðað uppstoppaða fugla, upplýsingaskilti, ljósmyndir og kvikmyndir um líf fuglanna.
Hugmynd með byggingu Fuglaseturs á Garðskaga er að það verði samstarfsverkefni sveitarfélagsins og ríkisins.