Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Garðmenn skora á heilbrigðisráðherra
Fimmtudagur 1. júlí 2004 kl. 09:58

Garðmenn skora á heilbrigðisráðherra

Á fundi bæjarráðs Garðs í gær var eftirfarandi fært til bókar: Gerð var grein fyrir fundi bæjarstjóra og varaforseta bæjarstjórnar með heilbrigðisráðherra og embættismönnum ráðuneytisins um stöðu og uppbyggingu öldrunarmála á Suðurnesjum.Einnig lá fyrir útskrift úr fundargerð Bæjarráðs Reykjanesbæjar frá 24.06.04(18.mál) "Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins v/hjúkrunarheimilis.Upplýst var að viðræðuhópi hefur verið komið á með bæjarstjóra Reykjanesbæjar,framkvæmdastjóra DS og fulltrúum ráðuneytisins."
Miðað við yfirlýsingar heilbrigðisráðherra að litið yrði á Suðurnesin sem heild þegar ákvörðun yrði tekin um uppbyggingu öldrunarheimila og með tilliti til þess að núverandi hjúkrunarheimili DS,Garðvangur, er staðsett í Garði óskar bæjarráð eindregið eftir því við ráðherra að fulltrúi bæjaryfirvalda verði tilnefndur í viðræðuhópinn, segir á vef Sveitarfélagsins Garðs.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024