Garðmenn skoða háeff!
Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur hug á að skoða frekar hugmyndir þess efnis að Hitaveitu Suðurnesja verði breytt í hlutafélag. Hreppsnefndin tók málið til umfjöllunar á fundi sínum s.l miðvikudag. Hreppsnefndin óskaði einnig eftir samráði sveitarfélaganna um hversu marga fulltrúa hvert sveitarfélag ætti að hafa í nefndinni sem er ætlað að skoða málið.