Garðmenn skoða bankatilboð á bakvið luktar dyr
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur móttekið tilboð bankastofnana í ávöxtun fjármuna bæjarins, en sem kunnugt er seldi sveitarfélagið nýverið hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja hf. fyrir tæpa 2,3 milljarða króna.
Tilboðin eru trúnaðarmál og verða tekin til skoðunar á bakvið luktar dyr á bæjarskrifstofunum í Garði í lok bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður nk. miðvikudag.
Mynd: Bæjarskrifstofurnar í Garði. Loftmynd: Oddgeir Karlsson