Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 5. febrúar 2004 kl. 15:09

Garðmenn ræða við verktaka um byggingu byggðasafns

Sveitarfélagið Garður hefur samþykkt samhljóða að taka upp viðræður við Braga Guðmundsson og Tryggva Einarsson um hugsanlega stækkun Byggðasafnsins á Garðskaga. Um er að ræða hugmyndir að 676 fermetra byggingu samkvæmt fyrirliggjandi frumteikningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja.

Breytingar hafa verið gerðar á fyrri teikningum, sem gerðu ráð fyrir stálgrindarhúsi. Nú er skoðuð bygging steinhúss sem er að hluta til á tveimur hæðum. Á efri hæð nýja hússins er gert ráð fyrir veitingaaðstöðu með útsýni yfir Faxaflóa.

Gerðahreppur hefur jafnframt tekið við vitavarðarhúsinu að Garðskaga. Nú er unnið að hugmyndum um það hvernig húsið verði nýtt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024