Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðmenn kalla yfirmenn Landsbankans á teppið
Útibú Landsbankans í Garði. Þar verður endanlega skellt í lás þann 30. september nk. VF-mynd: HBB
Föstudagur 19. september 2014 kl. 09:54

Garðmenn kalla yfirmenn Landsbankans á teppið

– Landsbankinn hættir þjónustuheimsóknum í Garðinn

Tölvupóstur frá útibússtjóra Landsbankans í Reykjanesbæ var lagður fyrir bæjarráð Garðs í gær  þar sem tilkynnt er sú ákvörðun bankans að síðasti dagur þjónustuheimsókna Landsbankans í Garði verði þriðjudaginn 30. september 2014.

„Bæjarráð Garðs mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Landsbankans að leggja af bankaþjónustu í Garði. Gangi þessi ákvörðun bankans eftir verður engin bankaþjónusta í sveitarfélagi sem telur yfir 1.400 íbúa og er það algerlega óásættanlegt. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla yfirmenn Landsbankans til fundar um málið hið fyrsta,“ segir í bókun bæjarráðs á fundinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024