Garðmenn gefa Reykjanesbæ risastórt málverk
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt að fela Listasafni Reykjanesbæjar til eignar og umsjár listaverkið BREATH eftir japanska listamannin OZ-Keisuke Yamaguchi. Myndin er afrakstur síðustu listahátíðar Ferskra vinda í Garði og er risastórt málverk sem var málað á striga í sýningarrými við bæjarskrifstofurnar í Garði.
Í gögnum bæjarráðs Garðs segir að myndin verði skráð hjá Listaverkasafni Reykjanesbæjar, sem hafi umsjón og eftirlit með verkinu.
Þá segir að Sveitarfélagið Garður og Ferskir vindar afhendi verkið Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þar sem verkið verður til sýnis.
Á myndinni hér að ofan má sjá verkið sem mun örugglega sóma sér vel í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. VF-mynd: Hilmar Bragi