Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðmenn funda um stefnumótun í atvinnumálum
Frá stefnumótunarvinnu í Garðinum.
Þriðjudagur 28. október 2014 kl. 13:48

Garðmenn funda um stefnumótun í atvinnumálum

– áhersla á ferðaþjónustu í stefnumótuninni

Sveitarfélagið Garður hefur boðað til opins fundar nk. mánudagskvöld um stefnumótun í atvinnumálum. Garður vinnur að stefnumótun í atvinnumálum, þar sem m.a. er áhersla á ferðaþjónustu. Verkefnisstjórar eru Sigurður Þorsteinsson og Jóhann Ísberg.

Mánudaginn 3. nóvember nk. verður opinn fundur um verkefnið, þar sem íbúum og atvinnurekendum í Garði er boðið að koma og taka þátt í verkefninu. Fundurinn verður í Miðgarði í Gerðaskóla og hefst kl. 20:00.

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, hvetur í tilkynningu til þess að sem flestir mæti á fundinn, taki þátt og leggi þannig sitt af mörkum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024