Garðmenn beltislausir og með buxurnar á hælunum!
Garðmenn eru slóðar þegar kemur að bílbeltanotkun og eru upp til hópa með buxurnar á hælunum í þeim efnum. Um þriðjungur ökumanna sem voru stöðvaðir eða kannaðir í átaki lögreglunnar voru án bílbeltis.Vegfarendur í Keflavík og Njarðvík voru mun duglegri að nota bílbelti þó svo að um einn af hverjum tíu væri án beltis. Samtals voru kannaðir ökumenn um 100 ökutækja í sveitarfélögunum tveimur.