Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðbúum fjölgaði um 6% á árinu
Laugardagur 7. janúar 2017 kl. 07:03

Garðbúum fjölgaði um 6% á árinu

Um síðustu áramót var íbúafjöldi í Sveitarfélaginu Garði 1.511, samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár. Þar með fjölgaði íbúum í sveitarfélaginu um 86 á árinu 2016, eða um liðlega 6%. Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garðinu greinir frá þessu í vikulegum pistli sínum.

Þar segir hann að nýir íbúar séu velkomnir til búsetu í sveitarfélaginu og eru þeir hvattir til þess að kynna sér þá góðu þjónustu sem sveitarfélagið býður upp á, segir bæjarstjórinn í pistlinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024