Garðbúar kolfella sameiningu: 73,4% á móti
Garðbúar kolfelldu sameiningu við Sandgerði og Reykjanesbæ í kosningum sem, fóru fram í dag, en lokatölur voru að berast.Kjörsókn var 69% og greiddu 631 atkvæði. Nei sögðu 463, eða 73,4%. Já sögðu 164 eða tæp 26% og auðir og ógildir voru 4.
Þannig er ljóst að Garðurinn mun vera sjálfstæður enn um sinn.




