Garðbúar bíða spenntir eftir því að verða sextugir
Félagsstarf eldri borgara í Garði er svo vinsælt að rætt hefur verið um að krefjast skilríkja við innganginn, þar sem fólk sem ekki hefur náð aldri reynir að smygla sér inn í félagsstarfið. Nú er svo komið að félagsaðstaðan í Auðarstofu rúmar vart fleiri. Reglugerðir hins opinbera segja að ekki megi fleiri en 25 sækja félagsstarfið, því salernin anni ekki fleirum samkvæmt leyfisbréfum. Sá kvóti er nær alltaf fullnýttur, þ.e. fjöldinn í húsinu, en forstöðukonurnar Ingibjörg og Sigurborg Sólmundardætur kannast ekki við að það sé biðröð á salernið, þó svo setið sé í hverju sæti við félagsstarfið.
- Nánar um líflegt félagsstarf eldri borgara í Garði í Víkurfréttum í næstu viku.